mánudagur, október 30, 2006

Þetta er allt á réttu leiðinni, annað augað enþá svolítið rautt, en það er bara töff því ég get þá notað frasa eins og "Þið hefðuð átt að sjá hinn gaurinn!!!" o.s.frv.
Ég reyndar sé mis vel með augunum. Vinstra hefur vinningin með sjáanlegum mun en ég hef enga nánari útlistun á því.
Ragga frænka átti afmæli um helgina. Hún sýnda afburðar lélegheit með því að fara ekki út á lífið með frænda sínum. Í staðin hitti frændi hennar vinkonur hennar á Vegamótum en tókst með afburðar snilli sinni að móðga og særa hópinn í heild sinni þannig að stór sá á.
Svo vildi til að frændi Röggu lærði brandara fyrr um kvöldið sem honum þótti svo fyndinn að hann sá nauðsin á að segja öllum þennan brandara. Brandarinn er hinsvegar á þann veginn að stelpum finst hann ekki hið minnsta fyndinn. Strákar hinsvegar hlægja sig máttlausa þegar brandarinn er sagður. Frændanum grunaði þetta reyndar en ákvað að sannreina það engu að síður. Við getum orðað það sem svo að útlit er fyrir að vinkonur Röggu hafa ekki mikið álit á frænda hennar eftir atburði helgarinnar.
Það skal tekið fram að frændinn var ekki fullur þó hann hafi verið með Gin og Tónik við hönd, það var einungis til að fæla frá moskítóflugurnar sem voru þrálátar þetta kvöldið.
Frændinn lærði þá dýrmætu leksíu þetta kvöldið að stelpur taka sig allt of alvarlega og móðgast við minnsta tilefni.

kv.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stafsetningarvillur með meiru í þessum texta. Þú heldur að þú sért fyndinn..

Nafnlaus sagði...

hver drullar svona yfir þig með nafnleynd færslu eftir færslu??

Brandarinn var nokkuð góður - dáist að þér að hafa lagt í að skella honum framan í ölvaðar píur í háum hælum og með meikup

Helgus Drafnus

Nafnlaus sagði...

Ég segi eins og Helga Dröfn...hvaða lúði er að bögga bloggið þitt?

Ég held að þú þurfir að finna einhvern annan brandara áður en þú hittir þær næst....talaði við Þorbjörgu í dag og hún sagði mér að hún hafi ekki alveg fattað brandarann....var bara "whaaaat?!"

Good luck.
Ragga :)

Nafnlaus sagði...

Við erum vinir, og hann veit vel hver ég er....verið ekki svona viðkvæmar stelpur, kannski rétt sem hann B var að segja, þið takið ykkur allt og alvarlega.

Nafnlaus sagði...

Forvitni mín knýr mig til að kommenta. Hvernig hljómar brandarinn?
Dagbjört ofurforvitnasemlangaralltaftilaðheyrabrandaraþóhúnmuniþáaldrei

Nafnlaus sagði...

Er alveg að jafna mig eftir þennan skelfilega brandara........eða var þetta brandari. ER ekki alveg viss!!! Held það mundi gera betri hluti að segja bara sögur af Röggu...það finnst öllum Ragga fyndin
Ein af vinkonunum

Nafnlaus sagði...

Særingarmeistarinn mættur...