miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Nú er strákurinn kominn með splúnkunýtt og glansandi fínt læknisvottorð uppá að mega fljúga gleraugnalaus. Held væntanlega upp á það með stuttum flugtúr á næstu dögum.

Námskeiðið gengur þokkalega vel, maður er orðinn nett slétt þreyttur á þessu skólaveseni en það sér fyrir endann á þessu því föstudagurinn er sá síðasti. Miðvikudag eftir viku er svo förinni heitið til Frankfurt í Lufthansa skólann þar sem German Precision ræður ríkjum, eða ríður rækjum. Það kemur góðan að þekkja Ómar og vita því hvernig maður tæklar þessa kalla. Svo verður bara að koma í ljós hvort ég flái feitan gölt....

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir (skyldi ég einhverntímann fagna nýju læknisvottorði??)

CRUSTY