laugardagur, desember 09, 2006

Skrifað í gær en netið var með fu####g vesen þannig að það þurfti að bíða þar til í dag:

Það eru sjálfsagt til margar mismunandi skilgreiningar á því að láta sér leiðast en hér er ein þeirra.

Hermirinn var bilaður í dag en það kom þó ekki í ljós fyrr en við vorum mættir og búnir í tveggja tíma fyrirlestri hjá kennaranum (hann var raddlaus fyrsta daginn og kemur svosum ekki á óvart......). Hvað var þá til ráðs að taka, búinn að læra fyrir tímann og nennti enganvegin að leggjast meira yfir bækur í dag. Það eru takmörk fyrir hvað baunin móttekur af efni áður en það fer að flæða útfyrir. Því var úr vöndu að ráða því möguleikarnir á afþreyingu þegar maður gistir á flugvallarhótelum eru óþrjótandi........ sé maður einhverfur þ.e.

Eftir að hafa farið vandlega yfir stöðu okkar ákváðum við, ég og Nicolas hinn belgíski, að lifa hættulega og kanna ókunnar slóðir. Terminal Tvö var óransökuð og því kjörið að nota drjúgan tíma okkar í að athuga hvaða ævintýri biðu okkar þar. Sky-Link lestin tók okkur yfir og þrátt fyrir stutta ferð þá bauð hún upp á gríðar gott útsýni yfir flugvallastæðið. Eina var að það var orðið mirkur og erfitt að sjá út um lestargluggana. Ég lét því ýmyndunaraflið ráða ferðinni og það sem ég sá.... spuring um að fara að taka grænu pillurnar aftur.

Terminal Tvö bauð upp á mikil vonbrigði. Í raun lítið að sjá annað en McDóna og Mexíkanskan veitingastað (Yo quiero taco bell!), eldflaugaleiktæki sem ég fékk ekki að prófa (vildu meina að ég væri of stór!!!!??!?!?!) og kasskeita safn með höttum frá merkum flugfélögum eins og JAL, Saudia, American og eitthvað fleira.

Hótel skutlan var því tekin uppá Steikina þar sem enn aftur blasti blákaldur veruleikinn við manni.... á ég að leggja mig eða gefa lögunum í iTunes stjörnugjöf???? Decisions, decisions!!! Gamli kallinn sefur svo illa núorðið ef hann leggur sig á daginn, þannig að iTunes varð fyrir valinu. Nú er ég búinn að sitja í TVO tíma við að gefa lögum stjörnugjöf og reikna með að hafa afgreitt um 500 lög á þeim tíma! Það eru 4.17 lög að jafnaði á mínútu.

Ég er svona að komast á þá skoðun að það væri jafnvel heillaráð að kíkja í rassvasaræktina hérna á efstu hæðinni.... það er erftitt að rífa sig frá iTunes....................


Það er svo skemst frá því að segja að í dag var hermirinn bilaður AFTUR! Vorum ný komnir í loftið þegar rofa var smellt og KABÚM.... simminn bókstaflega krassaði með braki og brestum. Það tók svo nákvæmlega þrjá tíma og 15 mínútur að laga hann en það var einmitt sá tími sem við áttum eftir af slottinu okkar í honum. Við erum því tveim "sessionum" eftirá og vill svo skemtilega til að það eru einmitt tveir lausir dagar á prógramminu. Þeir verða væntanlega stoppaðir upp með tímum seint að kvöldi eða um miðjar nætur þannig að þetta nær að klárast fyrir 19. þegar jarðskjálftamælar um alla mið og vestur evrópu fara af stað. Bjartsýnn og einfaldur í hugsun að eðlisfari, þannig að þetta reddast allt saman. Enda er það EINA LEIÐIN!

kv

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Minn kæri herra Birkir.
Ég finn til með þér því að ég kannast allt OF vel við þetta sem þú ert að tala um.
Groundhog days in FRA, hvaða B747 AAI maður kannast ekki við það?? Síðan eru til Groundhog days in MAN,LGW og ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram.
En nú er ég á heimleið og þá taka bara þessir venjulegu groundhog days við. Sjáumst kappi !!

Nafnlaus sagði...

Eyminginn... á ég að senda þér spil svo þú getir lagt nokkra kapla? Og gestaþraut sem þú getur velt vöngum yfir - forever?? Eða krossgátur/sudoku? Láttu mig vita og ég skal renna útí búð og reddissu. Hey, svo get ég sent til þín líka krosssauminum sem mér gengur svo hægt með - þá eyðist tíminn svo sannarlega. Voða gaman.