þriðjudagur, maí 08, 2007

Ég er nú ekki mikið fyrir að monta mig en er nú samt yfir meðallagi greindur og kemst ekki hjá því að segja frá því hvílík meistarastykki ég geri dag hvern því það er svoleiðis langt á undan öllu sem allir aðrir gera. Hvað um það.
Það er nú samt gaman frá því að segja að síðan ég fór út 13. janúar þá hef ég komið til eftirfarandi landa, að Íslandi undanskildu!

England
UAE (United Arab Emirates)
Bangladesh
Saudi Arabíu
Frakklands
Spánar
Argentínu
Brasilíu
Úrúgvæ
Portúgal
Malasíu
Indónesíu
Kína
Tævan
Ástralíu
Þýskalands
Lúxembourg
og örugglega einhverra fleiri staða sem ég man ekki eftir í hendingu.

Annað helst í fréttum er að ég gafst alfarið upp á þvottavélinni minni og seldi hana bilaða á 5000 kall. Í staðin keypti ég Alveg Einstök Gæði (AEG) þvottavélaþurkara. Ég vil ekki heyra neina þvælu með að svoleiðis tæki séu verri en venjulegar þvottavélar því það er BULL.
Nú hef ég þvegið og þurkað tvisvar í Alveg Einstökum Gæðum og komist að því sem ég vissi ekki áður, nefnilega að þegar maður þvær og þurkar í splunkunýjum vélum þá kemur ný lykt af fötunum manns. Einskonar nýbílalykt. Ég lykta því eins og nýr bíll þessa dagana, en það er í góðu lagi því ég er að fara til Saudi Arabíu og verð sjálfsagt best lyktandi einstaklingurinn á arabíuskaganum, á eftir Hjalta Grét, að sjálfsögðu!

þar til næst, salamalekum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg eins vél og ég á, tær gæði út í gegn, snilld, kv. champinn