þriðjudagur, maí 22, 2007

Ég er nú yfirleitt jákvæður, svona oftast allavegana, en í dag ætla ég að vera neikvæður. Í gær var ég í Rhyad, höfuðborg Saudi Arabíu. Skítalykt allstaðar, rusl allstaðar, ljót hús allstaðar, eins óaðlaðandi og mögulegt má vera. Mæli ekki með staðnum sem áfangastað ef fara á í sólina, jafnvel þó sólin skíni þar 380 daga ársins og hitinn fer sjaldan niður fyrir þægilegar 45°c.





Á morgun má hinsvegar búast við því að ég verði jákvæður. Þá verð ég staddur í Dammam, sem er ekki svo beisið, en á leið til Manilla á Filipseyjum. Filipus prins, er hann frá Filipseyjum? Ég ætla mér að komast að því. Frá Filipseyjum fer ég tvisvar til Hong Kong. Er King Kong frá Hong Kong? Því ætla ég einnig að komast að.

kv

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta verður aldeilis fróðleg ferð hjá þér - endilega láttu mig vita :)

KRULLA

Nafnlaus sagði...

King Kong, bling blong, ding dong, Chittagong. Bladí blu, bludí bla. Ble,ble,ble,ble, tjette tjette tjú.

Nafnlaus sagði...

Er Jóakim Aðalönd frá Makedóníu ? því ætla ég að komast að