laugardagur, september 22, 2007

Ef það er hægt að gera ekki neitt í vinnuni þá kemst ég nokkuð nálægt því í þetta skiptið. Alveg afspyrnu rólegt búið að vera og því eins og svo oft áður leitar maður á náðir alvefsins og skimar hann hátt og lágt eftir afþreyingu.
Á þessu alvefsvafri mínu rakst ég á síðu sem haldið hefur mér við efnið síðustu þrjár vikurnar.
http://www.petitiononline.com/

Nú þegar hef ég skrifað undir áskoranir um öll þau helstu baráttumál sem eru mér hugleikin s.s.

Áskorun um að fá Hubba Bubba til að framleiða Bubble Tape sem heldur betri og þéttari seigju og heldur bragði lengur
Áskorun um að Asrock Bios Teimið stórbæti móðurborðin sín
Áskorun til Pimpsleur um að búa til tungumálakennslu á kúrdísku
Áskorun til Mars Inc. um að hætta að framleiða Skittles með grape bragði vegna þess að:
a) Það passar ekki með hinum brögðunum (sítrónu, appelsínu og læm) því það er ekki sitrus bragð
b)Engum líkar við það!
Áskorun um að Hasbro, sem framleiðir G.I. Joe, gefi út pakka með tveim Kóbra Köllum í því það auðveldar mönnum að byggja upp heildstæðari herafla


Ég mæli eindregið með að menn, konur og börn kíki á http://www.petitiononline.com/ og láti til sín taka.


Næsta frí verður frá 1. okt. Stefnan er tekin á Portúgal þar sem siglingar, surf og sólböð verða stunduð grimmt.

bið að heilsa í bili

Engin ummæli: