sunnudagur, september 16, 2007

Ding Dong í Hong Kong

Hafði það af að komast aftur til Hong Kong og í þetta skiptið með tíma til að spreða. Rétt ný kominn þegar þau skilaboð berast að vegna vélarbilunar í Manila verði túrinn styttur all svakalega og enginn tími til neins. Súr í skapi náði ég þó að kíkja nóg í bæinn til að geta sagt "Já, Hong Kong, ég hef komið þangað". Drekkti svo sorgum mínum í glasi af bjór með öðrum mönnum og fór fúll í rúmið. Rankaði svo við mér að morgni næsta dags og gerði það sem flugmenn gera þegar þeir vakna, athugaði hvort það væri blað undir hurðinni. Blað var undir hurðinni og á því stóð að ekkert yrði úr að við þyrftum að fara til Manila. Ég tók fimmfalt heljastökk afturábak og hef nú verið á þriðja dag í þessari mögnuðu borg.
Í botnlausri gleði minni verslaði ég mér iHlöðu (tónhlöðu) af nýjustu og fullkomnustu gerð og býð ég fólki að njóta myndar af henni á myndasíðu minni. Tónhlöðuna er ekki einungis hægt að nota undir tóna heldur einnig myndskeið, kyrrmyndir, heimilisföng, hlaðvörp og svo margt fleira!
Bið að heilsa í bili,

Kv.
KALLINN

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey ég á alveg eins :)

Krullan með fyrstu tónhlöðuna sína!!! :)

Nafnlaus sagði...

Var ekki til blogghlaða, líða alltaf vikur á milli blogga hjá þér :D Kveðjur í baráttunni!