fimmtudagur, október 18, 2007

Farinn af landi brott í tæka tíð að losna við veðrið.

Er núna í Frankfurt en á morgun fer ég FRA-KUL-PVG(Shanghai) þar sem Benna frænka tekur á móti mér.
Ég hitti í kunningja í fríhöfninni í dag, hann sagði mér að honum þætti Kuala Lumpur eitthvað svo töff og exótískt nafn... langaði að fara þangað. Ætla ekki að draga úr glamúrnum, snilldar pleis og allt það en ég spurði lókalinn þar síðast þegar ég var hvað nafnið þýddi. Kuala þýðir drullu, eða skítugur, Lumpur þýðir árós. S.s. Kuala Lumpur = Drullugi Árós. Welcome to Kuala Lumpur.... HROLLUR!

Annars fyrrir öll þau ykkar þarna úti sem hundleiðis í framhaldinu að hafa lesið þennan póst (skil það vel að fólk finni fyrir tómarúmi eftir að hafa lesið ritninguna) þá mæli ég eindregið með að kíkja á www.youtube.com og fletta upp þáttunum um Chad Vader.
Chad er bróðir Darth Vader úr hinum geisivinsælu Star Wars myndum. Chad hefur ekki komist jafn langt í lífinu og bróðir sinn en heldur þó stoltinu, lætur ekki troða á sér. Kíkið á þetta
hér er fyrsti þátturinn http://www.youtube.com/watch?v=4wGR4-SeuJ0

Svo bendi ég á nýjan kubb hérna hægra megin. Ef ég skil þetta allt rétt þá á hann að setja inn punkt á þá staði sem fólk er að skoða síðuna mína. Svo stækkar punkturinn eftir því sem fleiri skoða.

kv

Engin ummæli: