föstudagur, október 05, 2007


Góða veðrið dróg okkur út í dag og niður að vatni hér niðri við sjó. Þar skráðum við okkur í siglingaskóla og tókum til við að læra að vindsurfa. Það reyndis mun minna mál en við bjuggumst öll við og innan skams vorum við farin að bruna þvers og kruss út og suður eftir vatninu endilöngu. Kennarinn hinsvega hló að okkur og benti réttilega á að við vorum á brettum sem hétu Easy-Ride og seglin voru barnasegl! Á morgun er hinsvegar planið að smella sér aftur úteftir og prófa meira svona alvöru bretti, þ.e. ekki algjör byrjendabretti og vonandi stærri segl.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonandi gengur betur að Surfa en að brima, :)