sunnudagur, október 07, 2007

Þá hefur þríeykið, þ.e. hjónin og þriðja framhjólið, lokið stífu þriggja daga seglbrettanámskeiði. Mikil þreyta er í mannskapnum enda búið að logga níu tíma á vatninu og fólk almennt séð farið að standa stóran hluta úr tímanum. Baráttan í dag stóð um það að beygja undan vindi og sigla svo í þá átt. Beygjan hafðist á endanum en það þarf eitthvað meira að mastera handtökin við það að ná sér á ferð í þá átt. Ég skora á alla að prófa þetta ef tækifæri gefst, mjög skemtileg sport þegar maður fer að ná tökum á því!

Nýjar myndir á Flickr-inum, sjá auglýsingu hér hægra megin -----

kv.

Engin ummæli: