laugardagur, apríl 03, 2004

jammjammjamm

Jæja, þá er strákurinn orðinn einn í slotinu hérna í eyjum. Maggi harðfiskur er farinn af skerinu til að gera garðinn frægan á Fokker flugvélum Flugfélags Íslands. Ég er þá að vinna í því að flytja á milli herbergja í íbúðinni. Það þýðir að maður verður að byrja á því að djúphreinsa herbergið eftir fyrrum ábúanda. Flytja svo allt dótið milli herbergja (ein sæng, gítar og föt) og ganga svo frá gamla herberginu (loka hurðinni). Gróflega áætlað reikna ég með 5-6 dögum í þetta verkefni.
Íbúðin er þriggja herbergja, þannig að nú stendur fóki til boða að fá fría gistingu og upplifa Vestmannaeyjar á besta tíma ársins.

Fór á Jet Black Joe tónleika í gær/nótt á Nasa. Þetta voru bara nett slétt þéttir tónleikar þó mér finst þeir nú hafa tekið full mikið af cover lögum.
Við sitjum þarna í rólegheitunum uppá efri hæðinni þegar kemur ekki bara massíft magn af fólki á "besta" aldri. Maður svona velti því fyrir sér hvort rútubílstjórinn hafi eitthvað villst á leiðinni á Broadway þar sem hið geisivinsæla ABBA show tröllríður öllu. Einhverjir einstaklingar í þessum hóp voru þarna allt kvöldið en eitthvað virðist hafa þó hafa grisjast. Það var annars mjög gaman að sjá pörin dansa Polka og Jive við lög eins og Freak Out.
Lalli komst á séns.... tvisvar. Í bæði skiptin hjá konum á besta aldir, ehem. Fyrri sénsinn skemmdi ég með því að koma með eitthvað ógætilegt komment sem féll ekki vel í dömuna. Seinna fór út um þúfur þegar hann kippti aðeins í aðra stelpu sem er aðeins nær honum í aldri. Ekki taka því þannig að Lalli sé fyrir konur á besta aldri, það virðist vera meira þannig að konur á besta aldri séu fyrir svona spengilega unga drengi eins og hann.
Kvöldið endaði svo á Glaumbar þar sem það var nákvæmlega ekkert að gerast og ákvað ég að stinga af og gera mig heimkominn heima hjá lalla þar sem ég rotaðist á gólfinu í nokkra tíma (á dýnu!) áður en ég þurfti að þeysa austur á Bakka.
Samjömmurum mínum vil ég þakka góða skemmtun.

Nú er ég svo aftur kominn til eyja, ætla að láta eitthvað gott af mér leiða í þessari viku..... í mína eigin þágu að sjálfsögðu, hugmyndir vel þegnar.

kveðja

Engin ummæli: