laugardagur, apríl 10, 2004

Á móti síðanskein sólstrandagæjarnir

Í dag á hann Lalli afmæli, orðinn alveg hel-gamall. Óska honum til hamingju, reyndar búinn að hringja í hann en í afmælisgjöf fær hann frá mér þann heiður að sækja bílinn minn til Þorlákshafnar þangað sem ég sendi hann í morgun með dallinum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri gjöf. Í kvöld er svo afmæli hjá gamla og stefnir allt í það að ég verði veðurtepptur í eyjum vegna þoku.... hver hefði geta ímyndað sér fyrir ekki svo löngu að það gæti gerst??
Fékk gest í gær úr kaupstaðinum. Ómar ákvað að kíkja hingað til að slappa aðeins af. Í gærkvöld voru Á Móti Sól tónleikar og grunar mig að það hafi gert útslagið um að hann kom. Hannes flugvirki og meistarakokkur bauð okkur þrem flugmönnunum (vitleysingunum eins og hann kýs að kalla flugmenn) í reikta hryggjarsteik. Fær hann fjórar af fimm stjörnum mögulegum fyrir eldamennskuna. Svo var tekið á því, Ómar og Hannes voru skuldbindingalausir þannig að þeir gátu hellt í sig. Af einhverjum ástæðum þótti þeim tveim karlmönnunum viðeigandi að fá sér Passoa með appelsínusafa sem hefur hingaðtil þótt frekar dömulegur drykkur á mínu heimili en allt má í hallæri. Síðan var stefnan tekin á Höllina, Á móti sól, yeeeeeeeeha!! Besta hljómsveit norðan alpafjalla þótt víða væri leitað. Textarnir djúpir, melódíurnar grípandi, söngurinn seiðandi, hvað meira getur maður beðið um? Strax þegar komið var í höllina áttuðum við okkur á því að klukkan hjá okkur var stillt eitthvað viltaust, og framanaf leist mér ekkert á fólksfjöldan í húsinu. Eftir tvö fór hinsvegar að streima inn fólk og um þrjú var húsið vel pakkað.... sem er gott. En svo ég snúi mér aftur að því þegar við komum fyrst inn í húsið þá sá Hannes strax ástæðu til þess að gera húsið fokhelt. Hann allavegana talaði mikið um það en að endingu varð ekkert úr því.

Nýjusti frasarnir hjá Ómari:
Rólegur á ......
Og
Rólegur á Ruglinu

Nú er svo kominn laugardagurinn tíundi og ég held að ég láti þessu leiðindarbloggi lokið.
Kveðja