mánudagur, apríl 26, 2004

OG Vodafone.................

Nú ætla ég að ausa úr skálum reiði minnar og vonbrigðis.

Nú hef ég verið dyggur kúnni fyrst Tals og síðar Og Vodafone frá fyrsta degi. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna og allan pakkan. Ég hef sagt stoltur öllum þeim sem hafa viljað vita að ég væri viðskiptavinur Tals/Og Vodafone, talið mig vera boðbera hins góða gegn hinu illa. Ég hef staðist fjöldan allan af gylliboðum samkeppnisaðilans. Nú kveður hinsvegar við annan tón. Og Vodafone er gjörsamlega að skíta á sig í þjónustunni við mig.
Í byrjun apríl pantaði ég ADSL tengingu og var sagt að hún yrði komin á 10. apríl. Ég nenni nú ekkert að fara nákvæmlega útí öll þau símtöl sem ég hef átt við þjónustuver/nethjálp Og Vodafone en þau eru nógu mörg til að ég geti fullyrt það hér að þetta eru eintómir PAPPAKASSAR! Það eina sem stöðvar mig í því að gefa skít í þetta og færa mig yfir til Símans er að þar þarf maður að vera með símanúmer og borga fyrir það til að fá ADSL, sem er auðvitað bara tóm þvæla.

Nú erum við komnir með vænginn af paraglidernum hingað til eyja og höfum verið að gera tilraunir með hann. Náðum vídeoi af nokkuð skrautlegum tilþrifum um daginn, þarf að reyna að koma því inn á netið.

Um daginn var ég veðurtepptur uppá Bakka í 13 tíma, svosum ekkert meira um það að segja.
Svo dettur mér bara ekkert meira í hug að skrifa um, nema bara að benda öllum á að fylgjast með www.paraflug.com á næstunni.
kv.

Engin ummæli: