sunnudagur, júní 13, 2004

Furðulegt fólk frá furðulegum stöðum.

Í starfi mínu á ég samskipti við fólk af ýmsum þjóðernum. Svíar, Danir, Frakkar, Spánverjar, Þjóðverjar, Japanir og svo framvegis. Allir hafa þessir hópar sín sérkenni sem er gaman að stúdera, svona eftir að maður er búinn að ná sér niður eftir pirringinn. Í dag var ég t.d. að fljúga með Japani. Japanir eru mjög brosmilt og hamingjusamt fólk sem kann að skammast sín, eiginlega eins og hundar. Japanir eru upp til hópa miklir græjufíklar og þá sérstaklega þegar kemur að ljós og kvikmyndun. Hver þekkir ekki staðalmyndina af japananum með tvær ef ekki þrjár myndavélar framan á sér takandi mynd af öllu sem ber fyrir augu? Sú mynd er dagsönn. Framköllurnakostnaður í japan hlítur að vera brotabrot af því sem maður er að borga hérna heima því ef ég tel saman myndirnar sem voru teknar í einni ferð í morgun eru uppæðirnar í framköllun fljótar að byggjast upp. Við skulum líta á það hvernig hluti af deginum hjá mér var:
Ég lendi á Bakka og Japparnir eru inní flugstöð. Nokkrir rjúka út þar sem ég ek vélinni að flugstöðinni og byrja að smella af. Maður stekkur inn til að fá farþegalista, nokkrar myndir teknar að flugtöðinni og mér sjálfum. Maður teimir farþegana útí vél, farþegarnir mynda skjaldborg í kringum vélina vopnaðir myndavélum og smella allir af, fyrst með Tao Mei á mynd, svo með Bing Dao á mynd svo að lokum með Tao Teng og Bing Dao. Þá þarf Bing Dao að taka mynd af Tao Teng og svo Tao Mei og jafnvel eina hinumegin frá af So Young og í hvert skipti sem mynd er tekin er öskrað BANZAY! Að lokum þarf Tao Mei að taka þrjár myndir af því þegar bakpokarnir eru settir um borð í flugvélina. Þá heldur maður að gamanið sé búið og alvara lífsins taki við s.s. flug. Neineinei, þá þarf Ding Dong að taka vídjó af því þegar So Young segir BÆBÆ og sest inní vélina. Loks er allt liðið komið inní vél. Þá fyrst verður stuð. Maður spyr "DO YOU SPEAK ENGLIS"" og svarað um hæl "YESS ENGLIS YESS YESS". "DO YOU HAVE THE SEATBELTS ON?" , "YESS YESS, SEATBELTS YESS!" "OK, THERE MIGHT BE A LITTLE TURBULENCE!", "YESS OK YESS, TURBULENCE, OK YESS". Svo er loks brunað í loftið og vélin byrjar að hreyfast í vindinum, heyrast þá einhver torkennileg hljóð aftan úr vél sem erfitt er að greina hvort sé frá karlmanni eða kvennmanni og þeim mun erfiðara að greina hvort séu orsökuð af kátínu eða ótta. Að lokum er lent í Eyjum, gamanið búið, eða svo heldur maður....... Japparnir sleppa útúr vélinni og eins og stóðhestar í girðingu með foxy hrissum dreifast þeir um flughlaðið á undraverðum hraða og byrja að smella ótal myndum af hverri einustu flugvél á staðnum, fyrst frá þessu sjónarhorni, svo frá hinu að lokum frá því þriðja, og svona til að vera viss, frá því fjórða líka. Maður hugsar með sér, jájá, þetta tekur fljótt af, en það gerir það ekki, þeir eru taumlausir af gleði og gáska og geta ekki hugsað sér að hætta að taka myndir. Maður vill nú fara að drífa sig af stað en má ekkert fara fyrr en farþegarnir eru komnir inn í flugstöð. Maður hreitir því í liðið "YOU HAVE TO GO IN NOW, YOU'RE NOT SUPPOSED TO STAY ON THE RAMP!", þeir svara glaðir í bragði "JESSJESS, GO IN, JESS" og halda svo áfram að taka myndir, maður gefur þeim smá séns og kallar svo aftur "YOU HAVE TO GO IN NOOOOOOOOOWWWWWWWWW!!!" og það er ein og við mannin mælt, þeir finna sér nýtt sjónarhorn til að taka mynd af vélinni sem þeir eru þegar búnir að smella fimtán myndum af. Að endingu tekst að koma hópnum inn og kæri ég mig ekkert um að vita hvað þeir aðhöfðust þar, það er ekki mitt mál.
Svo er komið að heimferð. Í hana er notuð stóra vélin og nægir þá að fara tvær ferðir. Ég er sendur með Bjarna ofurkapteini til að læra af óþrjótandi visku hans. Japparnir streima út úr flugstöðinni með sólheimabrosið allan hringinn og hefst þá leikurinn enn á ný. Búnir að átta okkur á því hvernig best sé að tækla þá tekst okkur á nokkuð góðum millitíma að koma greiunum um borð. Einn tekur sig til og skellir sér frammí í sætið mitt, hugsa sér ósvífnina. Ég kalla á hann aftan úr vél og tilkynni honum að þetta sæti sé ætlað flugmanni, hans sæti sér afturí. Það er eins og við mannin mælt, haldið þið ekki að öll vélin, sjö stykki japanir, byrji ekki bara öll að öskra á félagann með hlátrasköllum og viðeigandi látum. Eins og gefur að skilja komast skilaboðin til hlutaðeigandi og hann færir sig í það sæti sem honum var úthlutað. Nú er ég sestur inní vél og er að ganga úr skugga um að allir séu í belti. "DO YOU HAVE THE SEATBELT ON???" og svarið "YEEEESS, SEATBELT, OK, OK" en svo er einn ónefndur fararstjóri kominn í svo mikinn ham að hann vill deila einhverju skondnu með mér. Hann hreitir einhverju óskiljanlegu orðasamhengi út úr sér og er eina orðið sem ég næ PUFFIN. Ég segi auðvitað sem kurteis aðili, "SORRY, COME AGAIN". Aftur kemur eitthvað bull nema bara óskiljanlegra. Ég gríp að sjálfsögðu í gamla góða, brosa, og segja "YEA, HAHAHA" trikkið, sný mér svo að Bjarna, hristi hausinn og segi "PAPPAKASSAR!", Bjarni er sammála.

Engin ummæli: