þriðjudagur, júní 08, 2004

Vinnuþjarkur!

Jæja, þá er all svaðalegur dagur að baki og annar eins framundan.
Dagurinn byrjaði á því að ég vakna á kristilegum tíma, kringum ellefu. Fæ mér að borða, kíki í klippingu og mæti svo til vinnu uppúr tvö. Skelli mér þrjár ferðir á Bakkann. Svo er komið að flugi á Chieftaininum. Upphaflega plönuð tvö flug til Reykjavíkur með fótboltalið sem er nú ekki betra en svo að það tapar fyrir FH af öllum liðum. Rétt sleppum í loftið með seinni ferðina áður er Reykjavíkurflugvöllur lokar en rétt fyrir flugtak fáum við fregnir af því að í Eyjum bíði okkar sjúkraflug. Þannig að allt í allt voru farnar þrjár ferðir til höfuðbólsins þennan daginn og tókst mér meira að segja að borða tælenskan og skella mér í sund á milli ferða í Ryekjavík. Á morgun er svo planið að kíkja á Krókinn þar sem leikur aldarinnar verður spilaður. Fótboltafélagið KFS frá Vestmannaeyjum mum etja kappi við eitthvað Sauðkræklenskt fótboltafélag og hafa betur ef iðratilfinning mín hefur á réttu að standa. Annars kominn tími á svefn.

kv.

Engin ummæli: