föstudagur, desember 03, 2004

Survivor ORAN

Hér er ég staddur í ORAN, dagur 36. Nú þegar er búið að reka 10 manns, átta úr CAPTAIN ættflokknumflokknum en aðeins tvo úr FIRSTOFFICER hópnum. Áskoranirnar verða erfiðari með hverjum deginum sem líður, stöðugt verið að reyna á sálartetrið, sjá hversu lengi maður tollir áður en maður brotnar niður. Áskoranir á borð við:
Hversu margar flugur geturu drepið áður en þú ferð að sofa í þágu þess að geta sofið óáreittur morguninn eftir;
Fara á diskótekið og dansa við alsírska teknó tónlist;
Sannfæra bílstjórann á crew rútunni í Jeddah að maður viti við hvaða flugvél hann eigi að hleypa manni út og að upplýsingarnar sem hann hefur séu rangar;
Og sú erfiðasta hingað til... þar til í dag:
Fjögurra daga samfellt í frí í Oran
Í dag komu skipuleggendur keppninnar verulega á óvart með mjög frumlegri og óvæntri áskorun og tel ég líklegt að með því að vinna hana þá hafi ég unnið mér inn ónæmi (IMMUNITY) fyrir næstu keppni og hljóti að auki vikufrí á kaldri eyju norður í íshafi.
Sat ég við borðhald á FIMM stjörnu veitingastaðnum sem ég hef nefnt áður hér. Með mér sátu gríska goðið Dimitri og kanadíski kapteinninn Patrice. Þeir skella sér á spagetti bolognese en ég fer beint í eftirréttinn, sem er á góðri leið með að koma mér yfir 200 kílóa múrinn, CHOCKOLATE MOUSSE að hætti sænska kokksins í prúðuleikurunum. Óaðvitandi gekk áskorun dagsins út á það hver væri fyrstur að finna pöddu í matnum sínum. Þarna sitjum við grunlausir, þeir borða bolones og ég nýt mússins, nammnammnammmmmmm...... ahhhhhhhhh,,,,, lífið er ljúft í ORAN, ég vil hvergi annarstaðar vera, góð múss......... þar til ég tek á að giska þriðju síðustu skeiðina úr skálinni. Sting henni upp í mig, nýt þess að láta súkkulaðibitana bráðna á tungunni og renna svo ljúflega niður. Þar til.... bíddu nú við, þetta er ekki súkkulaðibiti, smjatta aðeins á þessi, ohhhhhh þeir hafa misst plastdrasl í mússina mína... eða hvað, smjatta meira, nei þetta er ekki plast, þetta er pappi.... gaddavírs sóðar eru þessir kokkar hérna, smjatta meira.... svoldið þykkur pappír.... jæja tek þetta út úr mér og kvarta. Detti mér nú allar dauðar lýs, var þetta ekki bara nákomið frændsyskini lúsarinnar, einhvernskonar fluga, stærri en húsfluga, minni en fiskifluga en þó lengri (má vera að hún hafi virst löng því hún var vel kramin). Það var þar og þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði unnið áskorunina og ég kunni mér vart fyrir kæti. Ég hef ákveðið að láta hér við sitja í chockolade mousse áti og skella mér í megrun.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÓGGGGEEEEEEEEEEEEEEEÐÐÐÐÐÐÐslegt oooojjjjbarasta ég hefði ælt... og er ég ekki sérstaklega mikil pjattrófa. En verði þér að góðu :) kveðja CRUSTY