miðvikudagur, janúar 10, 2007

Annáll

Nú sé ég að það þykir móðins að skrifa annál um liðið ár. Þar sem ég er gerilsneiddur öllum frumlegheitum ætla ég að herma. Þeir sem vilja kvarta geta skrifað bréf, sett það í umslag og stílað á Who Fukking Cares. Ég biðst afsökunar á frönskunni minni.

Árið hófst í Indónesíu, þar fór ég á brimbretti og flaug flugvél.
Í Febrúar kom ég heim og fór í tveggja mánaða frí.... WÁ hvað ég þurfti á því að halda eftir erfiða törn í pílagrímafluginu.
Í mars málaði ég stofuna, það tók viku.
Í apríl hófst ströng þjálfun á flugvélar Excel airways. Svokölluð "Proper training" var framkvæmd á okkur.
Í Júni fór ég svo að vinna fyrir laununum aftur og heimsótti held ég bara allar eyjar í gríska hafinu sem hafa á annað borð flugvöll.
Í október var ég í fríi.
Í nóvember og desember lærði ég á nýja flugvél.


Nú á næstu dögum fer ég svo til Bangladesh í stuðið þar. Handakriki alheimsins, en alltaf gaman að sjá öðruvísi staði.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já - árið þitt hefur verið ansi krefjandi og merkilegt þykir mér....

HD