fimmtudagur, mars 08, 2007

Guðirnir grenja og gráta og reyna af veikum mætti að sýna vanþóknun sína á því að við erum að yfirgefa borg hinna ljúfu vinda. En hvað sem þrumum, eldingugum og massívri (sbr. massive) rigningu líður þá er engu hægt að breyta.
Flugið á íslandi er allt komið á annan endann því Kaftein Æsland hefur verið fjarverandi í mánuð og Portúgal skelfur af tilhlökkun því Drengurinn Væni er væntanlegur innan stundar.

Þetta hefur verið hin besta dvöl og engum lokum fyrir það skotið að maður gæti hugsað sér að koma aftur við gott tækifæri og skoða landið og miðin nánar. Þetta er nú einusinni það land sem býður upp á auðveldustu leiðina til að heimsækja einu heimsálfuna sem ég á eftir að setja X við, Suðurskautið. Hvernig ætli mörgæsasteik bragðist?? Happy feet anyone?

Áttaði mig annars á því í gær, þar sem ég stóð yfir postulíninu, að þegar ég kem heim í apríl þá hef ég heimsótt níu lönd í þrem heimsálfum á þrem mánuðum og þar af eru fimm á eigin vegum. Allsekki útilokað að það gæti eitthvað bæst á listann.

Nú er annars rétt rúm vika í að ég fari að fremja flug aftur. Það væri lygi að segja að maður sé ekki spenntur því ég er nú bara rétt búinn að fá nasasjón á nýju (gömlu) vélinni sem ég er kominn á. Risaeðla er gott orð til að lýsa tækinu. Auk þess standa vonir til að ég fái beis með Hjalta Grétars aka. Daddy Cool, ekki slæmt það.

Síðustu myndirnar héðan eru í upphleðslu. Nokkrar frá Montevideo og þar af eitt vídjó...

að lokum
ADIOS GRINGOS!

Engin ummæli: