sunnudagur, mars 04, 2007

Cafe Cortado, tostado con jamon y queso og jugo naranja á Cafe AMMA, eina leiðin til að hefja daginn.
Nú settist ég niður fullur hugmynda um hvað ég ætlaði að skrifa en svo eins og dragsúgur um miklagljúfur skolaðist allt út á einni svipstundu. Hér sit ég eftir gapandi og tómur.

Síðan síðast. Við þríeykið leigðum okkur bíl og brunuðum til Mar Del Plata, strandstað hérna í Argentínu, 400 km suður af Buenos. Verandi sunnan við miðbaug, eðli málsins samkvæmt kólnar í veðri þegar maður fer suður á bóginn.
Við sáum fyrir okkur hvítar strendur, ber brjóst og olíuborna kvennmannsrassa... en það sem tók við okkur var hífandi rok og rigning og gamalt fólk, einskonar Kanarí eyjar Argentínu. Mikið svekkelsi en í staðin sáum við meira af landinu en bara borgina og fengum að reyna Argentínska umferðarstöppu, hún var súr á bragðið! Rúlluðum til baka strax daginn eftir og tókum betur púlsinn á borginni.

Strákurinn er kominn með nýjan fínan leðurjakka. Meistarastykki sem var sérsaumaður utan um fagurmótaðan líkama hans. Af einhverjum ástæðum þótti leðurskeranum þó nauðsin á að hafa herðarpúða. Fellur ekki í kramið og planið að fara og láta þá fjúka enda er drengurinn mótaður í mynd sjálfs skaparans og hef ég hvergi séð það í biblíunni að hann hafi notað herðapúða undir lakinu!

Plön næstu daga eru
-að smella sér yfir til Montevideo í Úrúgvæ. Þriggja tíma bátsferð, tíu tíma í landinu og svo þrír tímar til baka.
-strangar æfingar í jaðarsportinu Harðkjarnatennis
-mátun fyrir klæðskerasniðin jakkaföt
-æfa sig að halda bolta á lofti
-ná í helmassatan áður en komið er heim (á ekki við um sjálfan strákinn, hann hefur enþá góðan tíma í að ná hinum fagra gullinbronsleita lit sem hann er svo þekktur fyrir)
-drekka nokkra bjóra, hvítvín, rauðvín og Tom Collins í viðbót áður en ég fer í afvötnun til Jeddah
-og svo margt margt fleira

37 nýjar myndir komnar inn, á Slepjuna

kv

Engin ummæli: