miðvikudagur, janúar 12, 2005

Aftur í Oran og ekkert svo ósáttur við það bara!

Nú er pjakkurinn mættur aftur til Oran og viti menn, það er búið að skipta um hótel. Fimm flugna hótelið Phoenix við flugvöllinn var kvatt og fimm stjörnu Eden Palace tók við sem áhafnaheimili. Og hvað er betra við Eden Palace?? Látum okkur sjá:
1 – Snyrtileg herbergi
2 - Hrein sundlaug sem er opin
3 – Góður matur
4 – Góð þjónusta
5 – Vinalegt starfsfólk
6 – Alveg við ströndina
7 – Ferðafrelsi, maður getur farið í göngutúra um nánasta nágrenni í björtu
8 – Búðir / Markaðir í grendinni
9 – Sturtuhaus sem hægt er að standa undir án þess að beigja sig
10 – Svalir út frá herberginu
11 – Lyfta sem virkar


og þetta er rétt byrjunin, ég er nýkominn þannig að það er fleira sem á eftir að koma í ljós reikna ég með. Á morgun er ég ekki að fljúga þannig að ég á eftir að nota daginn til að líta í kringum mig.
Í þetta skiptið tók ég með mér gítarinn þannig að útilegufara næsta sumars skulu fara að vara sig, aldrei að vita nema maður verði orðinn það mellufær að hægt sé að spila eins og tvö til þrjú lög. Bendi ykkur hinsvegar á að skerpa söngraddirnar því ef ég á að halda uppi söng þá er fólk fljótt að fara í háttinn.

Símanúmer í Oran er +213 4144 3441 herbergi 1130

Að lokum má benda á það að ég hef opnað með pompi og prakt myndasíðu með aðstoð diggra stuðningsmanna en það má bæði nálgast með því að smella HÉR eða á linkinn sem er einhverstaðar hægramegin. Af gefnu tiefni ætla ég að benda á að það er meira en ein mynd á síðunni, það þarf að smella á flugvélamyndina, TVISVAR til að komast inn í eina albúmið sem er þarna í augnablikinu, seinna verða fleiri og þá verður þetta einfaldara fyrir þá sem ekki skilja.

kv.

Engin ummæli: