sunnudagur, janúar 09, 2005

Kapteinninn

Nú hafa eyjarnar enn eitt skiptið verið heimsóttar, mjög gott mál.
Mjög sáttur við margt sem er að gerast þar og þá sérstaklega við það hversu vel Bjarni Rafn Garðarsson hefur aðlagast yfirflugstjóra hlutverkinu.
Dæmi:
Það kemur upp sjúkraflug. Cpt. Bjarni hrekkur beint í gírinn, tekur stjórn á vetvangi og sér til þess að hlutir séu gerðir, geltir skipunum á fólk í kringum sig sem með óttablandinni virðingu þorir ekkert annað en að hlýða. Það eru nú samt 40 mínútur í að sjúkrabíllinn komi þannig að kapteinninn hefur tíma til að sinna sínum málum. Ég stend og spjalla við Hannes eldri sem er að leiða mig í allan sannleikann um lífið. Bjarni kemur fyrir horn og geltir á mig "BIRKIR, KOMDU MEÐ MÉR!!!", ég skil ekki alveg hvaðan á mig stendur veðrið en áður en ég næ að bregðast við öskrar hann “NÚÚÚÚÚÚNNNNAAAAAAAAAAAAAAAAA!”, snýr sér við og strunsar í átt að dyrunum. Ég trítla á eftir honum, óviss um hvað taki við eða hvað ég hafi gert en eitt er víst, ég andmæli ekki yfirflugstjóranum. Þegar út er komið er ljóst hvað hann ætlar sér. Örfáum mínútum áður hafði TF-EGD einkaflugvél flugstjórans lent í Vestmannaeyjum og á meðan aðstoðarflugmaðurinn Friðrik undirbjó flugið á sjúkravélinni þurfti flugstjórinn að skella sér í örstuttan rúnt til að koma sér í rétta gírinn. Við tökum þrjár snertilendingar á mettíma og þar af fæ ég auðmjúklega að taka eina. Það skal tekið fram að mjög hæfur dómari með menntun á háskólastigi dæmdi lendingarnar okkar skal það tekið fram að mín lending hlaut tíu prósentustigum hærri einkunn en lending flugstjórans. Lendum við og ökum uppá plan. Stígum um borð í rauðan sportbíl (Hjondæ smáhest) flugstjórans og ökum út að sjúkrafleyinu. Flugstjórinn er mættur á staðinn, það fer ekkert á milli mála. Valli og Hannes standa út í horni, tala lágt saman, Frikki aðstoðarflugmaður er með vélina tilbúna og ég kem trítlandi á eftir kapteininum. Þrátt fyrir að vera ekki í vinnu þarna sé ég fljótlega að ég er dottinn í þjónustu við kapteininn gírinn. Ég átta mig á því þegar ég geng inn í skýlið að ég held á veðrinu og flugplaninu fyrir flugstjórann. Fljótlega eftir að inn í skýlið er komið heyri ég öskrað “BIIIIRRRRKIR, HVAR ER HEADSETTIÐ MITT??? BOOOOOOOOOOOOOOOOSINN MINN!!!!!” Ég fer undan í flæmingi en mynnist þess að hafa séð headsett töskuna í sportbílnum. Tekst að hiksta upp hvar tækið er “Þa, þþþþa, það er í b, b,b,b,b,bbbbbbílnum þínum, hhheld ég”. Kapteinninn svara um hæl “HVERJU ERTU AÐ BÍÐA EFTIR??? NÁÁÁÁÁÐU Í ÞAÐ NÚÚÚÚÚNAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!”. Ég hleyp eins og fætur toga út í bíl og sæki Bose headsettið, læðist með það inn í skýli og rétti kapteininum, “Láttu þetta ekki koma fyrir aftur.... VINUR” segir hann, og gengur á brott.

Eftir viðburðalítið flug til Reykjavíkur og baka var farið á þrettándabrennu og svo að sjálfsögðu á Maríuna. Þar var snædd Cafe María samloka með auka Bernessósu........ þvílíkt og annað eins.

Nú fer ég út í fyrramálið,

Meira um annað seinna.

Kv.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha...

En góða ferð út og gangi þér ROOOSA vel ;o)

Ragga

Nafnlaus sagði...

What a day... HD

Nafnlaus sagði...

snilld.

Nafnlaus sagði...

snilld.