miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár takk fyrir það gamla o.s.frv.

Enþá er ég á klakanum og sýni ekki á mér neitt fararsnið. Í dag fékk ég símtal frá henni Andreu Graham sem tjáði mér að útferð væri plönuð á mig þann tíunda þessa mánaðar. Förinni er heitið til sweet sweet Oran. Dvölin þar verður ekki svo löng án þess að ég fái að stíga fæti á siðmenntaða jörð því í byrjun febrúar er komið að mínum fyrsta hálfsárs flughermistíma. Það verður í meira lagi spennandi að sjá hvernig maður kemur út úr því, lífs eða liðinn.

Hef ég notað tímann vel síðan ég kom, ferðast um landið í móðursýkiskasti þar sem ég hélt að dvölin yrði stutt og etið mikið af góðum mat. Nú skulu eyjamenn... og meyjar (múhúhahahhahaha puuurrrrrrrr!) fara að vara sig því opinber heimsókn er í farvatninu. Nákvæm dagsetning verður ekki gefin upp af öryggisástæðum og ótta við hriðjuverk en sjá, þér munuð vita er stíg ég á eyland yðar í allri dýrð minni og munu himnar.... jæja, fer ekkert lengra með þetta.

nóg í bili,
kveðja

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

DJÖÖÖÖÖFULL VAR GAMAN HJÁ OKKUR Á GAMLÁRSKVÖLD.....ég held að við verðum bara að gera þetta að hefð, að við sætustu frændsystkinin förum saman (ásamt góðu fólki, eins og núna síðast) á skrallið!!

Ragga

Nafnlaus sagði...

Öll sætustu frændsystkynin mínus eitt

kv. Hákon ;)