föstudagur, janúar 13, 2006

Balíblogg

Ég lít aftur fyrir mig og sé að það er ein á leiðinni. Á minn standard er hún bara nokkuð stór, spurning hvort maður reyni við hana? Hún kemur nær og nær, hugsunin gerist ágengari, er hún of stór fyrir mig? Sýnist hún vera á annan meter! Ef ég bíð of lengi þá fer hún framhjá án þess einusinni að gera mér nokkuð gagn, ég þarf að ákveða mig! Neinei, big is beautifull, ég skelli mér á hana. Það er orðið svolítið áliðið, ég er orðinn dasaður en hvað gerir maður ekki til að skemmta sér aðeins? Ég set mig í stellingar, tilbúinn að vaða beint í hana og láta hana ekki komast upp með neinn yfirgang.
Þær eru góðar með sig hérna og hafa farið illa með menn en ef maður fer rétt að þeim þá getur maður átt góða stund í einrúmi með þeim. Það endist kanski ekki lengi en það er þó frekar vegna þess hversu óreyndur maður er en annað.
Loks kemur að þessu, ég hugsa til orða leiðbeinandans, tæknin skiptir öllu! Þeir eru búnir að stúdera þetta vel hérna á Balí og eru öllum hnútum kunnugir. Það er búið að kenna manni allt um það hvernig á að nálgast þær, komast uppá þær og svo að rúlla sér ofan af þeim eftir að gamanið er búið. Ef maður passar sig ekki getur þetta endað í leiðindum! Ég nennir ekki að standa í því, það getur skemmt fríið að standa í veseni eftir svona lagað. Ég er ekki í þessu til að horfa á sólarlagið, ég vill bara bleytu og nóg af henni! Ég leggst niður, hún kemur að mér, 1-2-3 ég stend.... hugsa um ballansinn, mynnist þess að hafa heyrt að maður eigi að halda sér neðarlega, annars kasta þær manni af. Ég finn það strax að ég hef tak á henni, hún er ekkert að fara án mín héðan af. Ég geri allt sem mér var kennt eins vel og ég get, hugsa um hendurnar, beyta þeim rétt, restin af líkamanum, stellingin skiptir öllu máli. Hlutirnir gerast hratt í bransanum og áður en ég veit er farið að styttast í þessu hjá mér. Ég náði nokkuð góðri ferð þarna og ég hélt að ekkert gæti stöðvað mig en allir góðir hlutir taka enda.
Áður en það er orðið um seinan rúlla ég mér faglega af eins og mér var kennt. Ég ligg í stutta stund áður en ég stend upp, gríp um brettið og læt vaða aftur út í brimið á móts við nýja öldu sem er einhverstaðar á leiðinni frá Ástralíu til móts við mig.


Það er erfitt að kvarta þegar maður hefur það gott..... þess vegna ætla ég alfarið að sleppa því. Frá Balí er allt það flottasta að frétta. Sunblock og mikið magn af aftersun hefur ráðið lögum og lofum hér síðustu dagana en þetta er allt að komast í horfið núna. Við fjórmenningarnir ég, Mási, Gummi og Frikki höfum ekki setið auðum höndum hér enda meira við að vera en maður á möguleika á að komast yfir á svo stuttum tíma sem tíu dagar eru. Rafting, parasailing, waterskiing og að sjálfsögðu surfing er hluti af því sem við höfum verið að eiga við hérna.


Síðast en ekki síst, nýjar myndir á SLEPJUNNI

Kveðja

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var að skoða myndirnar frá Balí... þetta er rosalegt. Hehe og skemtileg frásögn af því þegar þú fórst á brimbretti :D

Nafnlaus sagði...

Njóttu hennar í botn - og mundu .. æfingin skapar meistarann c",)

Góða skemmtun
CRUSTY