þriðjudagur, janúar 31, 2006

Hér í Indó gengur allt svona líka glimmrandi vel....... Átti að fljúga í dag en af tæknilegum ástæðum verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo daga eða þar um bil. Vekur það ekki mikla lukku þar sem ég yfirgaf ljúfa lífið í Jakarta fyrir tveim dögum til að standa þarflaust stanby og fljúga svo daginn eftir. Hvað um það. Þegar staðan er svona og maður byrjar að spennast allur upp þá er kjörið að skella sér í nudd einusinni sem oftar. Í dag og í gær hef ég farið þrisvar í nudd. Það er erfitt að neita sér um það þegar nuddtíminn kostar minna en dós af orabaunum í Nóatúni Rofabæ. Gærdagurinn hófst með höfuð og herðanuddi með dassi af handanuddi. Eftir stuttan göngutúr um fjarska fallega miðborg Banjarmasin rákumst við á fótanuddstofu. Við sviftum okkur þar inn og fengum snarlega ágætis fótanudd og þrif. Í dag var svo rölt um markaðinn hér í Banjar (myndir koma þegar ég kemst í almennilega tengingu) og var því fylgt eftir með full body massage.
Enn er ekkert frekar að frétta af heimkomu nánar en einhverntíman uppúr miðjum mánuði. Hefur mér borist til eyrna að sérlega gott kaffi fáist nú á heimilinu þökk sé leigutaka. Er það vel og verður boðið grimmt í kaffi þegar ég kem heim... með auðfúsu leyfi leigutaka að sjálfsögðu.


Nú eru hjónin Lalli og Helga Dröfn búin að versla sér íbúð í Breiðholtinu. Þau eru semsagt að verða Breiðhyltingar! Góðu fréttirnar eru að þau munu innan skamms fjárfesta í litlu VW Rúgbrauði og ráða til sín bílstjóra sem mun sjá um komplimentary sætaferðir uppí Breiðholt til að fólk komist í heimsókn. Hef ég heyrt að þetta sé mjög barnvænt umhverfi..... sem er gott.
Innilega til hamingju með íbúðina, hlakka til að gista hjá ykkur

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eftir útboð á evrópska efnahagssvæðinu var ákveðið að taka tilboði Kynnisferða hf. í sætaferðir uppí Breiðholt. Eknar verða leiðir sem spanna öll helstu þéttbýlissvæði suðvesturhorns íslands og verða vagnar á 5-15 mínútna fresti á flestum viðkomustöðum. Velkomin í heimsókn!!!

Breiðhyltingarnir