miðvikudagur, janúar 25, 2006

Nú ætla ég að játa nördisma minn með því að auglýsa eftirfarandi síðu. Ég vil þó taka það fram að nördismi þessi getur komið sér vel fyrir menn í rómantískum hugleiðingum því hvað er rómantískara en að liggja með sinni uppáhalds einhverstaðar í skítakulda uppá miðri heiði, bæði klædd í Kraft-galla og horfa á norðurljósin?

http://www.sec.noaa.gov/aviation/

Muna svo bara að kalla norðurljósin Aurora Borialis og slá um sig með því að kalla pólstjörnuna Stella Polaris....... með hæfilegum tilþrifum

Ég er annars staddur í Jakarta þessa stundina því við mér blasti fjögurra daga frí sem ég vildi enganvegin eyða í Banjarmasin. Gymmið og spa-ið hér er algjör snilld og góðar líkur á að maður komi hel-köttaður heim eftir margar góðar stundir á hlaupabrettinu.

Ég verslaði mér PSP í Jeddah. Svosum ekki mikið um það að segja á þessari stundu annað en að mér tekst ekki fyrir mitt litla líf að láta kóperuðu leikina virka. Það er sjálfsagt bara gott á mig og kominn tími til að versla sér eitthvað orginal.

kv

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja há - það er ekkert annað - en ég er sammála þér með B.A (norðurljósin kýs ég þó að kalla þau :D) EKKERT rómantískara.. újeahh

Nafnlaus sagði...

ansk gleymi alltaf að kvitta.

HD

Nafnlaus sagði...

birkir, við þurfum bara að downgreida psp vélina, það er easy peasy og kóperuðu leikirnir virka sem aldrei fyrr... :D

kveðja, lals