miðvikudagur, janúar 18, 2006

Nú veit ég ekki alveg hvað er í gangi hjá strák en af einskærri snilld hefur mér tekist að "tapa" símanum mínum tvisvar á síðastliðnum þrem dögunum en að sjálfsögðu "fundið" hann aftur í bæði skiptin. Af hverju gæsalappir?? Jú vegna þess að ég tapa ALDREI hlutum, ég bara set þá á staði þar sem ég á stundum erfitt með að muna eftir. Ég finn þá ALLTAF aftur.... ALLTAF!! Þess vegna er mér illa við að segja að ég hafi tapað símanum en það róar taugarnar ólýsanlega að setja gæsalappir sitthvoru megin við orðið.
Þannig er mál með vexti að ég ákvað að fara degi fyrr frá balí þar sem restin af drengjunum voru með bóka flug degi á undan mér og ég nennti ekki að hanga þar einn. Því tók ég bílinn með þeim út á völl en í staðin fyrir að geta tékkað mig beint inn þurfti ég að hlaupa á milli afgreiðsluborða í von um að geta breytt miðanum mínum yfir á þegar yfirbókað flug (það tókst reyndar á endanum svo vel að ég fékk sæti á bissnes á meðan drengirnir sátu þar sem þeim best fer.... á monkey class!). Um förtíu mínútum fyrir brottför átta ég mig á því að handsími er enginn í fórum mínum en honum hafði ég haldið á þegar við biðum eftir bílnum á hótelinu. Í einni svipan leitar á mig ljóð eftir þá snillinga Harald og Þórhall sem er einhvernveginn svona:

Símann, sumir telja,
talsvert flókinn hér,
ef viltu, númer velja,
ég vil kenna þér.

Fyrst þú heyrnartólið tekur
og berð það upp að eyra...
Ef að enginn heyrist sónn,
bilaður er telefónn.

Styður fingr' á skífun'
og stafinn fyrsta velur,
Síðan snöggt til hægri snú,
og hana nú.


Þar sem ég stend sönglandi á miðju flugstöðvargólfinu fyrrgreindann ódauðlegann textann átta ég mig á því að ég þarf að gera eitthvað í málinu!!!!!! Í snarhasti hringi ég upp á Hard Rock hótel þar sem síminn finnst. "TOLONG CEBAT" skræki ég í símann í von um að fá minn kæra áður en flugið fer en á þessum tímapunkti veit ég þó ekki hvort ég fái að fljóta með. Þetta tekst allt með herkjum og flýg ég til Jakarta eins og áður segir með hvítann borðdúk undir gæsapateiinu á meðan félagar mínir afturí valda vel hlutverki sínu að vera ballest á móti okkur merklilegra fólkinu frammí.
Annað skiptið var þegar ég fór út að eta hér í Jakarta og tókst af mikilli snilld að skilja símann eftir í sætinu á bílnum þegar ég greip veskið mitt til að borga 60.000 dúggúlúggús í bílinn. Bílsjtórinn átti sér svo einskis ills von nokkru síðar þegar hani fer að gala einhverstaðar aftur í bíl hjá honum. Símann fékk ég aftur og var svo ánægður að ég splæsti 70.000 kalli á bílstjórann.

Hvað um það,

Stefnan er tekin á Banjarmasin 20. jan og flug 22. til Jeddah. Í þetta skiptið lítur út fyrir að maður verði pungsveittur í fluginu því heilar þrjár ferðir til Jeddah er búið að setja á mann og þar á meðal síðasta flugið.

bið að heilsa í bili

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mátt alveg blæða á mig 70.000 kalli líka - en endilega hafðu það í íslenskum :) Eða pundum æ bara allavega ekki þetta dúggulodugguló...

Take care my friend - Krulla