miðvikudagur, desember 21, 2005

Þá er strákurinn í Jakarta og búinn að versla sér golfsett. Settið með nokkrum kúlum og leðurhanska til að refsa kylfunum með kostaði 1.750.000 dúggúlúggús. Orginal Pro Thech (eða eitthvað í þá áttina), það kom ekkert annað til greina. Svo fór ég í golf en komst að því mér til mikillar mæðu að kúlurnar sem ég keypti voru ekki nógu góðar. Á svo mörgum sviðum eru þetta lélegar kúlur að það væri of mikið að fara út í díteila með það hér en ég nefni nokkur dæmi.
Það er erfitt að hitta þær. Þær eru hægrisæknar. Þær drífa stutt. Svo lélegar eru kúlurnar að driverinn endaði út í runna með viðeigandi öskrum og látum og á tíundu holu fór ég upp á hótel og lagði mig.
Það er annars komið á hreint núna að ég verð hérna í Jakarta um jólin, flýg til Banjarmasin 27. og verð svo í Jeddah um áramótin, skilst að enginn haldi upp á áramót eins og lókallinn í Sádí.

Gleðileg jól og áramót

kv.

2 ummæli:

Champinn sagði...

Kylfa kastast út í skóg,
því kúlan skaust ekki nóg,
reiður er hann Birkir Örn,
því hann skaut kúlunni út í tjörn,
og kylfan líktist plóg :-)

Muna að sumir kylfingar hitta einungis bara jörðina, ekki kúluna, svo þegar þeir loks hitta kúluna, þá fá þeir delluna, þessi leirburður var í boði champans :-)

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHHAA ertu svona góður???

Jæja er þetta jólagjöfin til þín frá þér í ár? Hafðu það þá sem allra best með nýtt golfsett og án efa nýjar "betri" kúlur ;) híhíhíhíhí..

Jæja gleðileg jól kallinn minn og hafðu það sem allra best í úglöndum um jólin... Crusty the...