laugardagur, desember 10, 2005

Jakarta

Eftir þrjátíu og eins tíma ferðalag komumst við loks til Jakarta helþreytt á fimtudagskvöld að staðartíma. Jakarta hefur farið þokkalega vel með okkur en eldsnemma í fyrramálið tökum við stefnuna á Banjarmasin. Samkvæmt gildandi vinnuskrá á ég svo að fljúga til Batam annað kvöld. Í batam er planið að taka á því í golfinu í um 30 tíma eða þar til við skellum okkur yfir til Jeddah. Í sunny Jeddah verður legið á ströndinni í aðra þrjátíu tíma eða þar til tími er kominn til að skella sér til baka til Banjarmasin. Nú vona og ég bið að Banjarmasin er ekki sú hola sem búið er að lýsa fyrir mér því við komuna þangað frá Jeddah tekur við NÍU DAGA stopp!! Þetta er einfaldlega ekki heilbrigt. Gæti svosum bjargast ef það er golfvöllur og eitthvað fleira á staðnum en kommon!

Í dag fórum við á safn hérna í Jakarta sem tekur saman helstu einkenni hinna mismunandi ættbálka sem lifa á öllum þeim eyjum sem tilheyra Indónesíu. Þjóðin samanstendur af um 211 milljónum manna. Eftir því hvaðan fólkið kemur hefur það mismunandi einkenni, allt frá því að tengjast Márum og innfæddum á Nýja Sjálandi og Ástralíu í það að hafa Indverskt útlit. Flestir eru Íslamstrúa en um 5-10% af þjóninni deilist milli hinna stærstu trúarbragðana. Sjálf vorum við eins og safngripir þarna því fólk hópaðist að okkur og vildi fá að taka myndir með okkur og börnunum/konunum sínum. Sjaldséðir eru stórir hvítir evrópubúar á þessum slóðum.

Svo á bara eftir að koma í ljós hversu gott netsamband er á Borneo og í framhaldi af því hversu duglegur maður verður að skrifa.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna hér - í guðana bænum farðu að minnsta kosti ekki að grafa upp jarðsprengjur.. eða bara leita að þeim yfir höfuð. Farðu vel með þig þarna í áður óþekktu slóðum (fyrir flest okkar hérna í norðurhafi amk)

Gangi þér vel og vonandi tekurðu margar myndir til að sýna og sanna fyrir okkur sakleysingjunum hvert þú hefur farið og hvar þú hefur verið. Gaman gaman. Góða skemmtun og reyndu að njóta þess.
Adjö Helga Dröfn