laugardagur, desember 24, 2005

Gleðilegt Jólablogg

Nú er upprisinn aðfangadagur jóla 24. desember 2005. Þétt dagskrá hefur verið frá því níu í morgun þegar jóla-klukkan hringdi inn jóla-aðfangadaginn. Jóla-morgunmaturinn rann ljúflega niður þar sem reyktur jóla-lax var í aðalhlutverki ásamt jóla-ommilettu sem tókst þó ekki nógu vel því jóla-kokkurinn laumaði jóla-osti í gripinn óumbeðinn þegar jóla-ég sá ekki til. Ég lét það nú ekki skemma fyrir mér jóla-aðfangadaginn enda hress með eindæmum. Að afloknum jóla-morgunmat skunduðum við jóla-Guðrún í jóla-mallið hérna handan götunnar til að jóla-Guðrún gæti verslað sér jóla-gjöf sem er þetta jóla-árið jóla-PS2 (Playstation) með tuttugu leikjum, svindlkubb og auka jóla-stýripinna. Þar sem við vorum stödd í jóla-mallinu þótti mér kjörið að skella mér í jóla-klippingu enda er ég að safna löndum þar sem ég hef farið í klippingu í. Enn sem komið er þá trónir Bretland hátt á toppi listans yfir VERSTU lönd heims til að fara í klippingu í og skal þá tekið fram að á lista þessum eru bananalíðveldi eins og Alsír, Frakkland og Sádí Arabía. Ég kom svona líka jóla-fínn út úr klippingunni og er jóla-sáttur við hvernig til tókst.
Jóla-DVD diskar voru skoðaðir af áfergju en samkomuleg náðist ekki um jóla-verð á fyrstu jóla-seríunni af Scrubs þannig að ég snéri mér um hæl og stunsaði út. Þegar upp á jóla-hótel var komið var tekið á því í jóla-Gran Turismo leiknum í PS2 og þykir mér leitt að tilkynna það að ég var ofurliði borinn þegar jóla-Guðrún sýndi ótrúlega jóla-takta í leiknum og sigraði mig æ ofan í æ. Skal það ekkert rætt frekar.
Jóla-tennis tók við af leikaraskap en sá leikur stóð ekki lengi því þótti okkur jóla-veðrið í ár vera í frekar í heitari kantinum til að spila jóla-tennis utandyra. Tók ég mig þá til og tók jóla-skokkið í jóla-gymminu og stóð mig nokkuð vel þó ég segi sjálfur frá.
Jóla-sturtan var tekin þegar upp á herbergi var komið enda var ég helsveittur eftir jóla-skokkið. Settist ég svo niður, smellti út nokkrum jóla-SMSum við dynjandi undirleik jóla-laga í flutningi Mahaliu Jackson og þambaði einn góðan jóla-vanillu Myoplex. Svörin við jóla-SMSunum streymdu fljótlega að og þakka ég kærlega fyrir jóla-hlýhug um jóla-hátíðarnar. Jóla-símtalið fékk ég að heiman frá jóla-mömmu og jóla-pabba. Jóla-skinkan var í eldun og allt á plani eins og alltaf.
Hafið það jóla-gott um hátíðarnar, borðið ekki yfir ykkur en haldið samt ekki aftur af ykkur, það kemur alltaf nýtt líkamsræktarkort eftir það sem rann út síðast. Þetta eru mín Jóla-ráð

Jóla-kv.

Engin ummæli: