þriðjudagur, desember 13, 2005

Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv

3 ummæli:

Champinn sagði...

Þetta hljómar kunnuglega félagi, gott mál! Vona að frasabókin nýtist vel, muna "dimina ada" og svollis, góða skemmtun.

Nafnlaus sagði...

Og fáum við ekkert að læra með þér? Ég vill líka vita þýðingar ekki hægt að slengja bara fram svona orðum og þykjast kunna rosa mikið ;)

Svaraðu nú kall minn.

Já og njóttu frægðarinnar. Ég er hérna í SE að nýta mér frægð hennar Unnar Birnu múaahhahahaha

Curly Sue

Nafnlaus sagði...

Satu lagi Bintang - dingen !!
Mr. HIC