laugardagur, desember 31, 2005

GLEÐILEGT ÁR ALLIR SAMAN !!!!!!!!

Áramótin í ár verða í boði
Fahd Bin Abdul Aziz Arabíukonungs í borg allra borga.... Jeddah. Hvað gerir maður á gamlársdag, jú maður fer að leita að Nemó. Hann fann ég í rauðahafinu þar sem ég snorklaði í morgun. Planið var að taka myndir með leigðri neðansjávarmyndavél en hún var biluð þannig að ég vil benda á ÞESSA síðu sem er með myndum af eitthvað af fiskunum sem ég sá. Leiðinlegt að segja frá því en Nemó fann ég ekki. Kanski næst.....


Nú er Balí handan við hornið en í staðin fyrir að koma í slydduna og rokið heima þá hef ég kosið að liggja á strönd með bland og bús í hléinu sem er á milli fyrsta og annars hluta pílagrímaflugsins. Þetta er böl og pína en einhver verður að gera þetta! Ekki er mikið planað á Balí annað en að langþráður draumur um að læra að sörfa skal verða að veruleika.
Samkvæmt plönum, sem eiga þó eftir að breytast, er ég settur á síðasta flugið frá Jeddah þann 11. febrúar þannig að maður er sjálfsagt að koma heim í kringum 13.-14. febrúar eftir langa en góða útiveru.


Nokkrar nýjar myndir eru komnar inn á SLEPJUNA.

Langar að lokum til að óska Raggí frænku og Sigurgeir innilega til hamingju með daginn 29. desember. Ég hefði viljað vera á staðnum en heyri sögurnar þegar ég kem heim. Aftur, INNILEGA TIL HAMINGJU HJÓN.
Þar sem ég er svo spakur kasta ég fram hér spakmæli sem mér finst eiga vel við

Það er engin leið að hamingjunni, hamingjan er leiðin
Búdda (Siddhartha Gautama f. 563 f. Kr.)


ÁRAMÓTAKVEÐJA............

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla - sjáumst hressir

hjaltinn

Champinn sagði...

Gleðilegt ár karlinn og takk fyrir það gamla, sjáumst hressir félagi.

Nafnlaus sagði...

Gleðilega árið og takk fyrir þau ótalmörgu gömlu .. og þeim fjölgar..

Ha det bra. Svíadrottning