fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Í fríi í Oran

Í dag átti ég frídag í Oran, það er langt síðan ég hef gert jafn lítið á jafn löngum tíma.
Man nú ekki hvað ég var búinn að skrifa mikið um Jeddah. Fór þangað um daginn og stoppaði í 24 tíma. Það vill svo skemtilega til að í Saudi Arabíu eru tveir punktar sem maður flýgur yfir á leiðinni frá Alsír sem heita DEDLI og OSAMA. OSAMA er beint á eftir DEDLI og maður fer yfir þá stuttu fyrir lendingu í Jeddah. Hvað maður á að halda veit ég ekki, veit bara að Osama BinLanden er frá Sádí.
Nú er strákurinn kominn með um 40 tíma á vélina þannig að með þessu áframhaldi verð ég kominn með 4000 tíma eftir rúm fimm ár og um 31420 tíma þegar ég hætti að vinna 65 ára gamall. Flaug með Tom síþyrsta Dietpepsí þambaranum aftur í gær. Góður gamall kani sem flýgur um í kúrekastígvélum.
Annars bara allt í syngjandi sveittru sveiflu, ætla að sjá hvort ég komi ekki bara heim yfir jólin, hver veit, heldur dapurlegt að eyða jólunum í Oran með Jónasi kakkalakka herbergisfélaga mínum, hann biður að heilsa btw.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég bið að heilsa kakkalakkafélaganum

Snorribró