mánudagur, nóvember 22, 2004

Jeddah Express

Enn ein Jeddah ferðin að baki og óhætt að segja að maður sé orðinn nokkuð góður í þessu öllu saman. Arabískan er öll að koma til sbr. “massalamanamanamm” og “only for you my friend”. Og ekki er franskan slæm “voule vous couche avec moi?..... se soir?” og “mersí bjúká”
Í þetta skiptið var ekki mikið verslað frekar en fyrri daginn, örfáir DVD diskar og íþróttabuxur því nú á að fara að taka á honum stóra sínum í líkamsræktarmálum og má t.d. nefna það að í morgun hugsaði ég mjög stíft um það hvort ekki væri sniðugt að fara kanski að gera uppsetur og armbeigjur, verst að ég hafði ekki kaloríumæli til að mæla nákvæmlega hversu mikið ég brenndi við þetta.
Er væntanlega að fara í nokkurra daga frí til París og er öllum velkomið að taka þátt í því, kjörið að versla í fjörið fyrir jólin!
Ert þú í starfsmannaráði? Ertu að skipuleggja óvissuferð? Af hverju ekki að kíkja á veitingastaðinn á Hotel Phoenix í Oran?
Gaman frá því að segja að manni leiðist seint við að fara í kvöldmatinn hérna niðri. Maturinn er allt í lagi en það sem er mest spennandi á hverju kvöldi er hvernig gengur að panta og það sem meiru máli skiptir, fá það sem maður pantaði.
Dæmi: Áður en við fórum til Jeddah í fyrradag kíktum við Brian flugstjóri í snæðing. Tíminn var knappur þannig að við fengum fljugþjón sem talar betri alsírsku en við til að tala við þjóninn og segja honum að okkur lægi á þannig að við viljum bara súpu. Þjóninum þótti gríðar leiðinlegt að tjá okkur það að því miður væri ekki til súpa í kvöld. Jæja, tökum þá ommilettu með sveppum og skinku “AND STEP ON IT”. Fimm mínútum seinna kemur annar þjónn labbandi úr eldhúsinu með fulla skál af Algerian soup og skenkir manni sem situr rétt hjá okkur. Við heimtum súpu og fáum hana. Eftir tuttugu mínútna bið fær flugstjórinn ommilettuna sína, með köldum frönskum. Líðurogbíður, ræðum við þjóninn um það hvar ommilettan mín sé, vill svo til að hún er bara alveg að koma, hænan hefur sjálfsagt verið með harðlífi. Fimm mínútum síðar þegar ég var búinn að bíða í 35 mínútur fæ ég ommilettu. Engir sveppir, engin skinka og kaldar franskar.
Annað dæmi, aðeins styttra: Ég panta piparsteik, bíðlengilengi, bið aftur um steikina, stuttu seinna fæ ég súpu, sem ég borða, stuttu seinna fæ ég bourek sem er hálfgerð vorrúlla og er mikið borðað um ramödu, fæ piparsteik stuttu eftir að bourekið er búið og stuttu eftir að piparsteikin er búin fæ ég aðra piparsteik.

kv

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha....þeta er brilljant, eins og vinkona okkar hún Vala Matt myndi segja!

Ragga

Nafnlaus sagði...

AAAAAAAAAAAAAAAaaarrrrrrrrrrrrrrrrggggggggasta snilld.. djö eru þeir heimskir!! maður ætti að skella sér í hópinn og verða doldið bræht þarna innan um!

Nafnlaus sagði...

Kveðja HD