mánudagur, nóvember 15, 2004

SJITT!

Aðalmálið!!

Dr. Birkir Örn tók sig til í gær og gaf sjálfum sér sprautu við Lifrabólgu A/B. Ég sat á rúmgaflinum drykklanga stund og virt nálina vel fyrir mér og velt því fyrir mér hversu sársaukafullt það yrði að stinga sjálfan sig með nál af þessari stærðargráðu. Eftir nákvæmar, ýtarlegar mælingar var niðurstaðan ljós: Nálin var á stærð við tveggja tommu garðslöngu!! Fyrst tilraun tókst ekki, ekkert meira að segja um það. Önnur tilraun, ég táraðist við tilhugsunina. Þriðja tilraun...... AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHHHHHHHHH


En hvað haldið þið..... fann ekki fyrir því.
Þarna stóð sprautan beinstíf, lóðrétt uppúr lærinu á mér og ég fann ekki fyrir því. Sannaðist enn einusinni hversu mikið hörkutól ég er, ég get tekið hverju sem er, just bring it on baby! En þá var komið að því að koma eitrinu inn. Ekki málið, var búinn að fá ýtarlega brífingu frá foreldrunum fyrir mánuði síðan, verst að ég var búinn að steingleyma hvað þau sögðu. Þýddi ekkert að gugna á þessum krítíska tímapunkti, alvöru karlmenn eru ekki þekktir fyrir slíka framgöngu, ég er nú læknis og hjúkku sonur, hlýtur að vera í blóðinu. Svo ég byrjaði að sprauta honum. Fyrir leikmenn þá má taka það fram að í svona sprautu er alltaf smá loft sem fer inn síðast til að loka fyrir svo það blæði ekki.... sagði mér hjúkrunarfræðingur. Allavegana, ég sprauta, og sprauta, og sprauta og sprauta, nema ég gleymi, að ég held að draga hana aðeins út áður en kemur að loftinu. Kemur þá að loftinu og upp frá þeim stað sem nálin situr í lærinu á mér heyrist nett fruss hljóð... Fagmannlega dreg ég nálina úr fæti og finn að sjálfsögðu ekkert fyrir því. Nema bara að þar og þá byrjar að blæða úr fætinum á mér og ef ég vissi ekki betur þá hefði ég giskað á að þar væri slagæðablæðing á ferðinni. En ég er með þetta allt í bóðinu og sá að ekki var um alvarlega blæðingu að ræða nema bara að ég var ekki með neitt til að þurka og blóðgúlpurinn stækkaði bara þar sem ég sat á rúminu mínu á herbergi 218 á Hótel Phoenix í Oran. Nú voru góð ráð dýr því ekki vildi ég þurka blóð í fínu satín rúmfötin sem við erum með hér. Kappinn tók sig þá til og smurði blóðinu yfir lærið á sér svo það mundi ekki leka og hljóp svo inn á bað með gallabuxurnar á hælunum. Þar þreif ég blóðbaðið af fætinum og fór svo að spila Civilization 3 í tölvunni minni. Snilli mín ætlar engan enda að taka...

Kv.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líkar ekki að heyra þetta með skítaveðrið þarna hjá þér í Alsír.
Þú verður að gefa okkur Steindóri veðurspá að hætti Sigga Storms áður en við mætum á svæðið í desember.

Bestur kveðjur úr SNJÓÞYNGSLUNUM á "KLAKANUM".

Hjalti bumba

Nafnlaus sagði...

What a hörkutól!! shett... gæti þetta held ég EKKI enda ekki hjúkku og lækna sonur (eða dóttir) veit aldrei hvort ég er!!

Kröllan