þriðjudagur, júlí 13, 2004

Frá Svíþjóð er mjög lítið að frétta. Hér er allt meinhægt. Þessa stundina er setið inná crew lounginu á hótelinu, hlustað á Guns'n Roses og lesið allt um það við hvaða gráðufjölda maður rekur rassinn niður á 767. Vorum í kassanum í gær, aftur í dag o.s.frv. þetta rúllar bara allt saman og maður er farinn að finna fyrir því að maður er farinn að vita eitthvað hvað maður er eða á að gera hverju sinni.

Á laugardaginn var planið að taka á því en það fór einhvernvegin fyrir ofan garð og neðan. Guðrún annar Daninn og annar Írinn skelltu sér þó seint og síðarmeir á hinn víðfræga bar Golden Memories í stórbænum Sigtuna. Það vildi svo vel til að Guðrún tók með sér myndavél og náði einni góðri sem sýnir nýjustu tísku trendin hérna í konungsveldinu Svíþjóð. Ein og við vitum öll hafa Svíar löngum verið langt á undan sinni samtíð í tískumálum og mæli ég eindregið með því að fólk heima taki sig til áður en það verður tekið af tískulöggunni og safni smá lubba ein og hann Ingemar Stenmark hefur gert.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey man. gaman að fá uppdeit frá þér öðru hvoru, jafnvel þótt ekkert sé að frétta. héðan er ekkert að frétta heldur, maður bara sullast milli daga í yndislegu móki, reynir að láta það ekki á sig fá að allir eru i sumarfríi nema maður sjálfur. Ég er annars með innherja á ýmsum stöðum í Atlanta, og fæ örugglega að vita hvert þú verður transferraður áður en þú færð að vita það :) .... forvitinn? aníhú, hef a næs dei maður
kveðja,
Lalz