sunnudagur, júlí 04, 2004

Same-ol

Smá fréttir frá Svíþjóð. Fréttirnar eru í raun þær að ekkert er að frétta. Á morgun og þriðjudag eru bóklegir performace tímar með kennara og hafa hinir reynsluboltarnir sem eru með okkur á námskeiðinu sagt okkur það í fullum trúnaði að málið með performance sé það að enginn skilur hann. Performance kennarinn kíkti á okkur á föstudag og sagði hin fleigu orð "If you fail, you pass..." eftir að hafa fengið að heyra þetta þrisvar uðum við sammála um að hann væri sjálfsagt að meina að þetta yrðu mjög einfalt. Á þriðjudag er svo próf úr performance og svo öllu því sem við erum búin að vera að stúdera síðustu rúmu vikuna.

Við kíktum í bæinn í gær, það var ágætt, svosum ekkert meira að segja um það nema kanski að okkur var ekki hleypt inn á hinn víðfræga Spy Bar vegna ölvunar þrátt fyrir að hafa varla bragðað á áfengi. Dyravörðurinn horfði djúpt í augun á okkur og sagði svo "You are to drunk, I can see it in your eyes, you can't go in!". Við hlógum auðvitað bara að honum og fórum á annan stað. Komumst svo að því að allt lokar klukkan þrjú nema þú hafir einhvern sérstakan membership. Í dag er svo bara afslöppun, horft á bíómyndir, spilaðir tölvuleikir og svo hef ég hugsað mér að leggjast svo lágt að horfa á úrslitaleik EM, Grikkland-Portúgal, ég tippá á jafntefli.

kv.

Engin ummæli: