mánudagur, júlí 05, 2004

Týpískur Íslendingur

Hérna sat ég um daginn niðrí lobbíi með samnemendum mínu á áðurnefndu námskeiði. Þar á meðal eru tveir Írir sem voru að monta sig af afrekum sinnar litlu þjóðar og þá sérstaklega af því að Írar væru þeir einu sem gætu unnið Breta í nokkru. Litli kollurinn fór nú í gang á mér og ég áttaði mig nú á því að þetta væri ekki rétt hjá þeim, ÍSLENDINGAR hefðu nú unnið Breta í þorskastríðinu hér um árið. Þarna sat ég og hugsaði með mér "ég skal sko segja þeim frá þessu, hvernig er nú þorskur aftur á ensku??". Svo svo mundi ég orðið, COD, og var við það að fara að segja: "Well you know, Icelanders won the english in the cod war many years ago" þegar ég upp í huga minn skaust skyndilega mynd af tveimur furðufuglum, sitjandi við bar, drekkandi THULE bjór ef ég man rétt. Þá snar hætti ég við og fór að hugsa minn gang.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já kæri vinur, það er auðvelt að falla í þá gryfju að vera hinn týpíski Íslendings-rembingur. Öllu gríni fylgir nefnilega nokkur alvara.... og Thule auglýsingin er gott dæmi :)

Hefurðu annars nokkurntímann verið spurður: "how do you like Sweden?" :) nei.. bara svona að gá.

Rembukveðjur,
Lalli a.k.a. Spiderman