laugardagur, júlí 03, 2004

Jólasveinninn er fundinn

Tekið af fréttavef Peyjans

Jólasveinninn er fundinn! Og ekki nóg með það, þeir eru tveir!

Jólasveinninn sem löngum hefur verið talinn búa á Norðurpólnum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð eða í Finnlandi hefur komið í leitirnar í Svíþjóð, nánar tiltekið á nágrenni Stokkhólms. Við nána athugun og greiningu á enskuhreim kom í ljós að um tvo einstaklinga er að ræða sem hafa þekkst lengi og koma frá Írlandi. Blaðamaður peyjans náði exclusive viðtali við þá félagana þar sem þeir voru staddir í SAS Flight Academy á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi.
Aðspurðir hvað þeir væru að bardúsa sögðust þeir vera að taka þjálfun á breiðþotu. Undanfarin ár hafa þeir stundað vinnu sína á mun minni þrýstiloftsloftfari en græðgin í börnum nú til dag hafi gert það óhjákvæmilegt að stækka farkosti sína svo um munar til að koma öllum gjöfunum fyrir í.
Þykja þeir leggja sig sérlega lítið fram við bóklega þjálfun og treista alfarið á eigin ágæti og það að um svokallað open-book próf sé að ræða. Aðspurðir hverju sætti sögðu þeir "HÓHÓHHHHHHHHHÓÓÓÓÓÓ..... hefur þú verið góður þetta árið VINUR!!???".
Pressan bíður spennt eftir að sjá árangur þeirra prófa sem þeir munu þreita á næstu dögum.

Engin ummæli: