fimmtudagur, júlí 08, 2004

nr. 60

Ætla að byrja á því að þakka fyrir snilldar brandara frá bróðir mínum á commnetinu við síðasta blogg, japanirnir klikka ekki.

Héðan frá Sverige er allt að frétta. Nú eru hlutirnir farnir að gerast því við erum byrjuð í kassanum eða flugherminum. Af hverju er þetta kallað að vera í kassa? Jú vegna þess að þetta er ekkert annað en kassi á stærð við 50fm blokkaríbúð á glussatjökkum sem getur hreyfst á alla kanta. Stykkið kostar einhverstaðar í kringum tvo MILJARÐA þannig að það er eins gott að vera gentle.
Byrjuðum í gær, það gekk þokkalega, ég komst að því að 150 tonna þota getur alveg lennt á grasi. Svo í dag vorum við aftur, það gekk betur og ég ákvaða að vera ekkert að endurtaka mjúkbrautarlendingu á grasi. Þetta er auðvitað ekkert annað en geggjað.
Á morgun er svo þriðji tíminn o.s.frv.

Hér á hótelinu eru hlutirnir hinsvegar að færast till verri vegar. Í morgun þegar maður skundaði kátur í liftuna á leið í eitt besta morgunverðarhlaðborð norðan alpafjalla mætti manni tilkynning sem sagði að veitingarrekstraraðilinn hafi runnið á rassinn fjárhagslega og því verði morgunverðarhlaðborðið ekki að vanda á sínum stað. Í staðin fékk maður morgunmat á veitingastað hérna í mollinu en það kemst einfaldlega ekki með tærnar þar sem hitt hafði hælana. Yfir þessu ríkir mikil sorg en við komumst að því að ástæða fjárhagserfiðleika veitingarrekstraraðilans sé sú að danirnir sem eru með okkur á námskeiðinu hafa verið full duglegir við að smyrja sér nesti á morgnanna. Ekki nóg með að morgunverðarhlaðborðið hafi lokað heldur lokaði barinn í lobbíinu líka og breiðtjaldssjónvarpið úr lobbíinu er horfið. Þetta er allt hið leiðinlegasta mál sem sér enganvegin fyrir endan á.

Síða dagsins er að sjálfsögðu heimasíða B767 hjá Boeing en fyrir þá sem ekki vita er þetta ein flottasta flugvél fyrr og síðar en með henni skipast í flokk vélar eins og P68B/C Partenavia og PA 31-350 Chieftain

kv

Engin ummæli: